Milwaukee sópaði Miami úr keppni

Giannis Antetokounmpo sækir að körfu Miami Heat en hann var …
Giannis Antetokounmpo sækir að körfu Miami Heat en hann var með þrefalda tvennu í kvöld. AFP

Milwaukee Bucks varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 2. umferð úrslitakeppninnar í NBA-körfuboltanum eftir 120:103-útisigur á Miami Heat í fjórða leik liðanna á Flórída. Milwaukee vann alla fjóra leikina í einvíginu. 

Miami var með 64:57-forskot í hálfleik en Milwaukee var töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik og tryggði sér sigurinn. 

Brook Lopez skoraði 25 stig fyrir Milwaukee og tók auk þess átta fráköst. Giannis Antetokounmpo var með þrefalda tvennu en hann skoraði 20 stig, tók 12 fráköst og gaf 15 stoðsendingar. Bam Adebayo skoraði 20 stig og tók 14 fráköst fyrir Miami. 

Milwaukee er þar með komið í undanúrslit Austurdeildar og mætir þar annaðhvort Brooklyn Nets eða Boston Celtics. Þar er Brooklyn með undirtökin, 2:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka