Staðan í einvígi Portland Trail Blazers og Denver Nuggets í 1. umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í körfubolta er jöfn, 2:2, eftir að Portland vann fjórða leik liðanna á heimavelli sínum í kvöld, 115:95.
Portland var með forskotið allan tímann og var staðan í hálfleik 57:47. Portland fór svo langt með að tryggja sér sigurinn með góðum þriðja leikhluta en staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var 93:66.
Normal Powell skoraði 29 stig fyrir Portland og CJ McCollum gerði 21 stig. Damian Lillard skoraði 10 stig og gaf 10 stoðsendingar. Nikola Jokic var stigahæstur hjá Denver með 16 stig og þá tók hann níu fráköst.