Atlanta þarf einn sigur í viðbót

Trae Young átti enn og aftur góðan leik fyrir Atlanta …
Trae Young átti enn og aftur góðan leik fyrir Atlanta Hawks. AFP

Atlanta Hawks er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í 2. umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í körfubolta eftir 113:96-sigur á New York Knicks á heimavelli í kvöld. 

Atlanta var með nauma 53:49-forystu í hálfleik og var síðan mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann að lokum öruggan sigur. 

Eins og oft áður átti Trae Young góðan leik fyrir Atlanta og skoraði 27 stig og gaf níu stoðsendingar. John Collins skoraði 22 stig og tók 8 fráköst. Clint Capela skoraði 10 stig og tók 15 fráköst. 

Julius Randle skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir New York og RJ Barrett skoraði 21 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka