Hildur Björg Kjartansdóttir var meðal þeirra leikmanna Vals sem voru atkvæðamiklir er liðið komst í 2:0-forystu gegn Haukum í einvígi sínu. Valur vann 71:65-sigur og er nú einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum.
„Ég er stolt af mínu liði, við bjuggumst við þeim grimmum, þær voru aldrei að fara mæta til leiks hérna eins og í fyrsta leiknum,“ sagði Hildur í samtali við mbl.is eftir leikinn en hann var mun jafnari en sá fyrri. Haukar seldu sig dýrt og voru um tíma með forystu á lokakafla leiksins.
„Við mættum tilbúnar í hörkuslag og fengum hann. Ég held að þetta hafi verið góð skemmtun, bæði fyrir okkur áhorfendur.“
Þær settu stórar körfur og náðu góðum stoppum en við settum stórar körfur á réttum tíma. Haukarnir tóku mikið af sóknarfráköstum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en við náðum að snúa því við svo,“ sagði Hildur sem kvaðst vera spennt fyrir næstu viðureign sem fram fer á Hlíðarenda á miðvikudaginn.