Phoenix Suns jafnaði í 2:2 í einvígi sínu gegn meisturum Los Angeles Lakers í úrslitakeppni NBA-körfuboltans í Bandaríkjunum í kvöld með 100:92-útisigri.
Eftir jafnan fyrri hálfleik lagði Phoenix grunninn að sigrinum með góðum þriðja leikhluta, en staðan eftir hann var 81:65 og tókst Lakers ekki að jafna í síðasta leikhlutanum.
Chris Paul var stigahæstur í jöfnu liði Phoenix með 18 stig og þeir Jae Crowder og Devin Booker skoruðu 17 stig hvor. LeBron James skoraði 25 stig og tók 12 fráköst fyrir Lakers og Marc Gasol skoraði 12 stig.