Benedikt Guðmundsson er nýr þjálfari Njarðvíkur í körfuknattleik en tilkynnt var um ráðninguna í dag. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.
„Ég er virkilega spenntur fyrir komandi tímabili og vonandi nokkrum tímabilum hér í 260,“ sagði Benedikt í samtali við mbl.is. „Niðurstaðan varð sú að þetta kitlaði verulega, eftir að hafa tekið mér frí þennan vetur frá meistaraflokksþjálfun.“
Benedikt er margreyndur þjálfari en hann var síðast við stjórnvölinn hjá kvennaliði KR. Rætt er við hann í spilaranum hér að ofan.