Toppliðið komst yfir í einvíginu

Donovan Mitchell skýtur á körfu Memphis í nótt en hann …
Donovan Mitchell skýtur á körfu Memphis í nótt en hann skoraði 29 stig fyrir Utah Jazz. AFP

Utah Jazz náði í nótt forystu í einvíginu við Memphis Grizzlies í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik.

Utah vann þá þriðja leik liðanna sem fram fór í Memphis, 121:111, og staðan er 2:1 fyrir Saltvatnsborgarmenn sem unnu Vesturdeildina í vetur en Memphis komst í úrslitakeppnina í gegnum umspil.

Donovan Mitchell skoraði 29 stig fyrir Utah og Mike Conley 27 og þá  var Rudy Gobert með 14 stig og 14 fráköst. Ja Morant skoraði 28 stig fyrir Memphis og Dillon Brooks 27.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka