Philadelphia 76ers er komið í mjög vænlega stöðu í einvígi sínu við Washington Wizards eftir öruggan útisigur í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld.
Lokatölur í Washington urðu 132:103, staðan í einvíginu er orðin 3:0 og Philadelphia þarf aðeins einn sigur enn.
Joel Embiid skoraði 36 stig fyrir Philadelphia í kvöld og tók 8 fráköst og Tobias Harris skoraði 20 stig. Russell Westbrook skoraði 26 stig fyrir Washington, tók 12 fráköst og átti 10 stoðsendingar og náði því þrefaldri tvennu.