Vænleg staða eftir þriðja sigurinn

Joel Embiid skoraði 36 stig í kvöld.
Joel Embiid skoraði 36 stig í kvöld. AFP

Philadelphia 76ers er komið í mjög vænlega stöðu í einvígi sínu við Washington Wizards eftir öruggan útisigur í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld.

Lokatölur í Washington urðu 132:103, staðan í einvíginu er orðin 3:0 og Philadelphia þarf aðeins einn sigur enn.

Joel Embiid skoraði 36 stig fyrir Philadelphia í kvöld og tók 8 fráköst og Tobias Harris skoraði 20 stig. Russell Westbrook skoraði 26 stig fyrir Washington, tók 12 fráköst og átti 10 stoðsendingar og náði því þrefaldri tvennu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka