Valsarar unnu spennuleik á Ásvöllum

Kiana Johnson og Elísabeth Ýr Ægisdóttir berjast um boltann á …
Kiana Johnson og Elísabeth Ýr Ægisdóttir berjast um boltann á Ásvöllum í kvöld. mbl.is/Sigurður Unnar

Valur er einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum eftir að liðið vann 71:65-sigur á Haukum á Ásvöllum í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik í kvöld. Liðin mætast í þriðja sinn á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið.

Meira jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en á Hlíðarenda í fyrstu viðureigninni. Þar voru Valsarar komnir í 18:2-forystu strax eftir fyrsta leikhluta en heimakonur á Ásvöllum seldu sig dýrt í kvöld. Valur var þó með forystu að loknum fyrsta leikhluta, 18:21, en Haukar voru aldrei langt undan.

Alyesha Lovett og Sara Rún Hinriksdóttir voru sérlega atkvæðamiklar í liði Hauka í fyrri hálfleik og tókst heimakonum að fara með jafna stöðu inn í hléið, 34:34. Lovett skoraði 13 stig í fyrri hálfleik og tók átta fráköst en Sara Rún skoraði átta stig. Helena Sverrisdóttir var drjúgust Valsara fyrir hlé, skoraði 12 stig og tók sex fráköst.

Leikurinn var ekki síður í járnum í þriðja leikhluta og staðan að honum loknum 53:52. Þóra Kristín Jónsdóttir og Eva Margrét Kristjánsdóttir voru drjúgar fyrir Hauka í seinni hálfleik. Það var svo háspenna í fjórða og síðasta leikhlutanum og lítið skorað er bæði lið lögðu allt í sölurnar til að kreista fram sigur.

Það voru svo Valskonur sem sigu fram úr á endasprettinum. Helena og Hallveig Jónsdóttir skoruðu mikilvægar þriggja stiga körfur á síðustu mínútum leiksins til að koma Val í 68:63-forystu og gestirnir héldu forystunni til loka til að komast í 2:0 í einvíginu.

Haukar - Valur 65:71

Ásvellir, Dominos deild kvenna, 30. maí 2021.

Gangur leiksins:: 4:6, 12:9, 15:16, 18:21, 18:24, 27:28, 27:30, 34:34, 42:39, 44:46, 50:48, 53:52, 55:54, 58:57, 63:62, 65:71.

Haukar: Þóra Kristín Jónsdóttir 16, Alyesha Lovett 15/10 fráköst/6 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 12/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 11/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Irena Sól Jónsdóttir 3, Lovísa Björt Henningsdóttir 2, Rósa Björk Pétursdóttir 2.

Fráköst: 20 í vörn, 12 í sókn.

Valur: Helena Sverrisdóttir 21/15 fráköst/9 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 14/6 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 11/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9, Kiana Johnson 7/5 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 5/5 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/7 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Áhorfendur: 200

Haukar 65:71 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka