Metjöfnun hjá Sigurði

Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leik með ÍR þar sem hann …
Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leik með ÍR þar sem hann var í tvö ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Gunnar Þorsteinsson jafnar met þegar hann klæðist treyju Tindastóls í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á næsta keppnistímabili.

Sigurður leikur þar með sínu sjötta liði í úrvalsdeildinni og enginn hefur leikið með fleiri félögum í úrvalsdeild karla.

Hann spilaði áður með KFÍ, Keflavík, Grindavík, ÍR og Hetti og mun jafna met sem fjórir leikmenn eiga sem stendur.

Það eru Rúnar Freyr Sævarsson sem lék með Breiðabliki, Grindavík, Hamri, ÍR, Snæfelli og Þór í Þorlákshöfn, Darrell Flake sem lék með Fjölni, Grindavík, KR, Skallagrími, Tindastóli og Þór Þ., Gunnlaugur Hafsteinn Elsuson sem lék með Hamri, ÍR, KR, Tindastóli, Val og Þór Þ., og Oddur Rúnar Kristjánsson sem lék með Grindavík, ÍR, KR, Njarðvík, Stjörnunni og Val.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka