Njarðvík tók forystuna gegn Grindavík

Njarðvík vann öruggan sigur gegn Grindavík í kvöld.
Njarðvík vann öruggan sigur gegn Grindavík í kvöld. Ljósmynd/Njarðvík

Chelsea Jennings skoraði 30 stig fyrir Njarðvík þegar liðið vann 69:49-sigur gegn Grindavík í fyrsta leik liðanna í umspili um laust sæti í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í Njarðtaksgryfunni í Njarðvík í kvöld.

Njarðvíkingar voru miklu sterkari en Grindvíkingar í fyrri hálfleik og leiddu með 21 stigi í hálfleik, 46:25.

Helena Rafnsdóttir skoraði 13 stig fyrir Njarðvík og tók tíu fráköst en Hekla Eik Nökkvadóttir var stigahæst Grindvíkinga með 13 stig.

Liðin mætast á nýjan leik í HS Orku-höllinni í Grindavík 3. júní en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í efstu deild.

Njarðtaks-gryfjan, 1. deild kvenna, 31. maí 2021.

Gangur leiksins:: 2:2, 8:4, 15:6, 25:10, 30:14, 32:17, 44:20, 46:25, 48:29, 52:36, 54:37, 54:39, 56:42, 58:42, 63:46, 69:49.

Njarðvík: Chelsea Nacole Jennings 30/7 fráköst/5 stolnir, Helena Rafnsdóttir 10/10 fráköst, Vilborg Jónsdóttir 9/8 fráköst/11 stoðsendingar, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6/6 fráköst, Þuríður Birna Björnsdóttir 5/4 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2, Eva María Lúðvíksdóttir 1/4 fráköst.

Fráköst: 32 í vörn, 12 í sókn.

Grindavík: Hekla Eik Nökkvadóttir 13/4 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 12, Janno Jaye Otto 8/10 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 4, Sædís Gunnarsdóttir 3, Viktoría Rós Horne 3, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 3, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 3.

Fráköst: 18 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Jakob Árni Ísleifsson, Stefán Kristinsson.

Áhorfendur: 113

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka