Sigur í fyrsta leik

Martin Hermannsson lék í rúmar tólf mínútur í dag.
Martin Hermannsson lék í rúmar tólf mínútur í dag. Ljósmynd/@YarisahaBasket

Martin Hermannsson gaf þrjár stoðsendingar þegar lið hans Valencia vann eins stigs sigur gegn Baskonia í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum efstu deildar Spánar í körfuknattleik í dag.

Leiknum lauk með 87:86-sigri Valencia en Martin lék í rúmar tólf mínútur og tók eitt frákast.

Mikið jafnfræði var með liðunum allan leikinn og réðust úrslitin á lokamínútum leiksins.

Vinna þarf tvo leiki til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildarinnar en liðin mætast á nýjan leik 2. júní í Vitoria-Gasteiz.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka