Martin tekur við Sindra

Israel Martin
Israel Martin mbl.is/Hari

Spán­verj­inn Isra­el Mart­in verður þjálfari körfuknattleiksliðs Sindra í fyrstu deild karla á næstu leiktíð.

Martin var látinn fara frá Haukum í vetur eftir að hafa stýrt liðinu í tvö ár en Haukar sátu þá á botni úrvalsdeildarinnar. Martin kom til Íslands árið 2014 og tók við Tindastól. Það er karfan.is sem segir frá því að Spánverjinn sé nú að taka við liði Sindra sem hafnaði í 3. sæti í fyrstu deildinni á nýliðnu tímabili og féll úr keppni gegn Selfossi í úrslitakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert