Körfuknattleiksmaðurinn Breki Gylfason hefur gert samkomulag við ÍR og mun hann leika með liðinu á næstu leiktíð.
Karfan.is greinir frá en Breki kemur til ÍR-inga frá Haukum, sem féllu úr efstu deild í vetur. Breki skoraði níu stig, tók sex fráköst og gaf eina stoðsendingu að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.
Breki, sem er uppalinn hjá Breiðabliki, hefur leikið með Haukum frá árinu 2016. Þá hefur hann verið í íslenska landsliðshópnum undanfarin ár.