Hörður og Sara kjörin best

Verðlaunahafar í kvennaflokki.
Verðlaunahafar í kvennaflokki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hörður Axel Vilhjálmsson úr Keflavík og Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður Hauka, hafa verið kjörin bestu leikmenn Íslandsmótsins í körfubolta. 

Hörður Axel átti afar gott tímabil með Keflavík sem varð deildarmeistari með yfirburðum og fór alla leið í úrslitaeinvígið gegn Þór frá Þorlákshöfn.

Sara var besti leikmaður Hauka sem enduðu í öðru sæti deildarkeppninnar á eftir Val og fóru í úrslit þar sem Valur vann að lokum. 

Úrvalslið Dominos-deildar karla: 
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan
Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn
Kristófer Acox, Valur
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Höttur

Leikmaður ársins: Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
Erlendur leikmaður ársins: Deane Williams, Keflavík
Þjálfari ársins: Lárus Jónsson, Þór Þorlákshöfn
Ungi leikmaður ársins: Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn
Varnarmaður ársins: Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
Prúðasti leikmaðurinn: Jakob Örn Sigurðarson, KR

Verðlaunahafar í karlaflokki.
Verðlaunahafar í karlaflokki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Úrvalslið Dominos-deildar kvenna: 
Sara Rún Hinriksdóttir, Haukar
Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukar
Helena Sverrisdóttir, Valur
Isabella Ósk Sigurðardóttir, Breiðablik
Hildur Björg Kjartansdóttir, Valur

Leikmaður ársins: Sara Rún Hinriksdóttir, Haukar
Erlendur leikmaður ársins: Daniela Wallen, Keflavík
Þjálfari ársins: Ólafur Jónas Sigurðsson, Valur
Ungi leikmaður ársins: Elísabeth Ýr Ægisdóttir, Haukar
Varnarmaður ársins: Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Haukar
Prúðasti leikmaðurinn: Þóra Kristín Jónsdóttir

Dómari ársins: Sigmundur Már Herbertsson

Sara Rún Hinriksdóttir lék mjög vel með Haukum á tímabilinu.
Sara Rún Hinriksdóttir lék mjög vel með Haukum á tímabilinu. mbl.is/Arnþór Birkisson
Hörður Axel Vilhjálmsson var kjörinn bestur í karlaflokki.
Hörður Axel Vilhjálmsson var kjörinn bestur í karlaflokki. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert