Þriggja stiga skytta komin heim í Hauka

Sólrún Inga er komin heim í Hauka.
Sólrún Inga er komin heim í Hauka. Ljósmynd/Haukar

Körfuknattleiksdeild Hauka og Sólrún Inga Gísladóttir hafa komist að samkomulagi um að hún leiki með liðinu næstu þrjú árin. Sólrún hefur undanfarin ár gert góða hluti í bandaríska háskólaboltanum með Co­astal Georgia Mar­in­ers.

Sólrún er uppalin hjá Haukum og lék með liðinu tímabilið 2016/17 áður en hún hélt vestur um haf. Hún var í úrvalsliði Sun-deild­ar­inn­ar öll fjögur tímabilin sem hún lék með Costal Georgia.

Sólrún lék 24 leiki á síðasta tímabili og skoraði í þeim 10 stig og tók fjög­ur frá­köst að meðaltali. Þá var hún með 37% nýt­ingu fyr­ir aft­an þriggja stiga lín­una. Hún skoraði níu þriggja stiga körfur í eina og sama leiknum með skólaliði sínu árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert