Guðrún Ósk Ámundadóttir hefur sagt upp sem þjálfari bikarmeistara Skallagríms í körfubolta í kvennaflokki. Hún staðfesti tíðindin á eigin samfélagsmiðlum í dag.
Guðrún stýrði Skallagrími í tvö tímabil og gerði Borgnesinga að bikarmeisturum á fyrra tímabilinu. Liðið endaði í sjötta sæti Dominos-deildarinnar á nýliðinu tímabili.
Hún lék með Skallagrími áður en hún tók við þjálfun liðsins en hún hefur einnig leikið með Haukum og KR í efstu deild.
„Í síðustu viku tók ég þá erfiðu ákvörðun að gefa ekki kost á mér sem þjálfari kvennaliðs Skallagríms fyrir næsta tímabil. Það verður skrítin tilfinning að taka þátt sem áhorfandi á pöllunum í fyrsta sinn í tæp 20 ár,“ skrifaði Guðrún m.a.