Körfuknattleiksdeild Vestra og Pétur Már Sigurðsson hafa komist að samkomulagi um að Pétur stýri karlaliði félagsins á næsta tímabili.
Vestri leikur í deild þeirra bestu eftir sigur í úrslitakeppni um sæti í efstu deild. Pétur hefur áður þjálfað karlalið KFÍ og kvennalið Stjörnunnar.
„Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra lýsir yfir mikilli ánægju með áframhaldandi samstarf við Pétur Má. Árangur meistaraflokks karla á síðasta tímabili var framúrskarandi og er Pétur án vafa rétti maðurinn til að halda áfram með það krefjandi verkefni sem framundan er,“ segir m.a. í yfirlýsingu félagsins.