Dani og Lithái til Íslandsmeistaranna

Callum Lawson fagnar Íslandsmeistaratitlinum með Þór í síðasta mánuði. Hann …
Callum Lawson fagnar Íslandsmeistaratitlinum með Þór í síðasta mánuði. Hann er á förum frá félaginu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslands­meist­ar­arn­ir í körfuknatt­leik karla, Þór frá  Þor­láks­höfn, eru að setja sam­an lið á ný fyr­ir næsta keppn­is­tíma­bil eft­ir að tveir lyk­il­menn eru horfn­ir á braut.

Hall­dór Garðar Her­manns­son gekk á dög­un­um til liðs við Kefl­vík­inga og Hafn­ar­frétt­ir greina frá því að Call­um Law­son ætli að reyna fyr­ir sér á meg­in­land­inu.

Í staðinn eru komn­ir tveir er­lend­ir leik­menn. Danski landsliðsmaður­inn Daniel Morten­sen hef­ur samið við Þór en hann lék með sterk­asta liði Dana, Bakk­en Be­ars, á síðasta tíma­bili. Hann er 26 ára gam­all, 2,04 metr­ar á hæð, og leik­ur sem fram­herji. Áður spilaði hann með Real Murcia í spænsku B-deild­inni, Wetter­byg­d­en Stars í sænsku úr­vals­deild­inni og  Hörs­holm í heimalandi sínu, ásamt því að spila með Wright State Rai­ders í banda­rísku há­skóla­deild­inni.

Þá hafa Þórsar­ar samið við lit­háíska leik­mann­inn Ronaldas Rut­kauskas sem hef­ur spilað mikið í Frakklandi og Grikklandi. Hann er 29 ára gam­all fram­herji, 2,03 metr­ar á hæð. Hann lék síðast með Lorient í frönsku C-deild­inni, með grísku liðunum Koroi­vos og Irakl­is, Jeka­bpils í Lett­landi, Pärnu í Eistlandi, Ouren­se í Portúgal, ETHA Engom­is á Kýhp­ur, Tsmoki-Minsk í Hvíta-Rússlandi og með Stockholm Eag­les í Svíþjóð.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert