Náði annarri tvennu gegn gestgjöfunum

Tómas Valur Þrastarson er að spila vel í Finnlandi.
Tómas Valur Þrastarson er að spila vel í Finnlandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska U16 ára piltalandsliðið í körfubolta mátti þola 67:76-tap fyrir Finnlandi í öðrum leik sínum Norður­landa­mót­inu í Kisakallio í Finn­landi í dag.

Ísland vann fyrsta leikhlutann 19:16 en Finnland svaraði með sigrum í næstu þremur leikhlutum og í leiknum í leiðinni.

Brynjar Kári Gunnarsson skoraði 22 stig fyrir Ísland og Tómas Valur Þrastarson skoraði 12 og tók 11 fráköst. Tómas skilaði einnig tvöfaldri tvennu gegn Eistlandi í fyrsta leik. 

Stúlknalandsliðið í sama aldursflokki fékk skell gegn sömu andstæðingum, 51:97. Sara Líf Boama skoraði 11 stig og tók sex fráköst. Hildur Björk Gunnsteinsdóttir skoraði tíu stig og tók fjögur fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert