Úr WNBA á Hlíðarenda

Valskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar.
Valskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksdeild Vals hefur gert samning við hina bandarísku Ameryst Alston og mun hún leika með liðinu á komandi tímabili í vetur.

Alston er 27 ára leikstjórnandi sem lék með Ohio State í háskólaboltanum áður en hún var valin í nýliðavali WNBA árið 2016 af New York Liberty þar sem hún lék þrjá leiki.

Hún hefur síðustu ár leikið á Spáni, Finnlandi og Sviss. Alston skoraði 23 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar í 29 leikjum með Winterhur í svissnesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert