Frá Val yfir til Hauka

Finnur Atli Magnússon
Finnur Atli Magnússon mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknatt­leiksmaður­inn Finn­ur Atli Magnús­son mun ganga í raðir Hauka á ný en hann lék með liðinu á ár­un­um 2015-2018. 

Karf­an.is seg­ist hafa heim­ild­ir fyr­ir þessu en Finn­ur var hjá Val á síðasta tíma­bili. Reynsla hans ætti að nýt­ast Hauk­um vel í næ­stefstu deild en liðið féll úr úr­vals­deild­inni á síðasta tíma­bili. 

Finn­ur er upp­al­inn í KR en lék einnig um tíma með Snæ­felli sem og ís­lenska landsliðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert