Körfuknattleiksmaðurinn Finnur Atli Magnússon mun ganga í raðir Hauka á ný en hann lék með liðinu á árunum 2015-2018.
Karfan.is segist hafa heimildir fyrir þessu en Finnur var hjá Val á síðasta tímabili. Reynsla hans ætti að nýtast Haukum vel í næstefstu deild en liðið féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Finnur er uppalinn í KR en lék einnig um tíma með Snæfelli sem og íslenska landsliðinu.