Helena valin leikmaður úrslitaleiksins

Helena Sverrisdóttir með boltann í úrslitaleiknum í dag.
Helena Sverrisdóttir með boltann í úrslitaleiknum í dag. mbl.is/Arnþór

Helena Sverrisdóttir landsliðskona úr Haukum var valin besti leikmaður úrslitaleiksins í VÍS-bikar kvenna í körfuknattleik í Smáranum. 

Helena Sverr­is­dótt­ir skoraði 26 stig í leiknum. Hún tók ​9 frá­köst og gaf 9 stoðsend­ing­ar. Var hún því ansi nálægt tvöfaldri þrennu. Auk þess stal Helena boltanum fjórum sinnum en hún fékk 37 framlagspunkta fyrir þá sem þekkja þá einkunnagjöf í körfuboltanum. 

Er þetta í annað sinn sem Helena er valin besti leikmaður bikarúrslitaleiksins en það gerðist einnig árið 2019 þegar hún varð bikarmeistari með Val. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert