KR vann nýliðana í framlengingu

Brynjar Þór Björnsson og Sveinbjörn Jóhannesson eigast við í kvöld.
Brynjar Þór Björnsson og Sveinbjörn Jóhannesson eigast við í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

KR vann í kvöld 128:117-sigur á nýliðunum í Breiðabliki í framlengdum leik í 1. umferð Subway-deildar karla í körfubolta. KR-ingar voru yfir nánast allan leikinn, en staðan í hálfleik var 65:58.

Breiðablik neitaði hinsvegar að gefast upp og tókst að minnka muninn á lokakaflanum. Hilmar Pétursson jafnaði svo í 115:115 þegar hálf mínúta var eftir og var ekki meira skorað í venjulegum leiktíma. Því þurfti að framlengja.

KR-ingarnir voru sterkari í framlengingunni og unnu að lokum ellefu stiga sigur.

Shawn Glover fór á kostum fyrir KR og skoraði 40 stig og Brynjar Þór Björnsson gerði 29. Brynjar gerði sex þriggja stiga körfur í leiknum. Hilmar Pétursson átti stórleik fyrir Breiðablik og skoraði 30 stig. Everage Richardson skoraði 27.

Gangur leiksins:: 10:6, 18:17, 27:22, 34:34, 43:41, 49:49, 59:51, 65:58, 70:65, 80:74, 87:82, 91:88, 101:91, 108:99, 113:106, 115:115, 121:117, 128:.

KR: Shawn Derrick Glover 40/7 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 29, Adama Kasper Darbo 25/6 fráköst/6 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 17/9 fráköst, Dani Koljanin 12/13 fráköst/6 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 3/7 stoðsendingar, Almar Orri Atlason 2.

Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn.

Breiðablik: Hilmar Pétursson 30/4 fráköst, Everage Lee Richardson 27/10 fráköst/9 stoðsendingar, Sinisa Bilic 18, Sveinbjörn Jóhannesson 16/8 fráköst, Samuel Prescott Jr. 15/6 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 6, Danero Thomas 5/5 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 145

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka