Haukar rótburstuðu Skallagrím

Helena Sverrisdóttir og stöllur unnu stórsigur í kvöld.
Helena Sverrisdóttir og stöllur unnu stórsigur í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haukur unnu 93:29-stórsigur á Skallagrími er liðin mættust á Ásvöllum í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Haukar hafa þar með unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu en Skallagrímur er áfram á botni deildarinnar án stiga.

Yfirburðirnir í kvöld voru algjörir. Heimakonur skoruðu 11 stig gegn tveimur í upphafi leiks og gengu svo hreinlega frá leiknum í öðrum leikhluta, skoruðu 25 stig gegn einu frá gestunum. Staðan í hálfleik var 51:16.

Jana Falsdóttir var stigahæst Hauka með 13 stig en þær Eva Margrét Kristjánsdóttir, Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Helena Sverrisdóttir voru næstar með 12 stig. Hjá gestunum voru þrír leikmenn með sex stig en tölfræði leiksins má skoða hér að neðan.

Haukar - Skallagrímur 93:29

Ásvellir, Subway deild kvenna, 17. október 2021.

Gangur leiksins:: 4:2, 12:8, 18:13, 26:15, 31:15, 37:15, 45:15, 51:16, 57:16, 63:18, 65:20, 69:23, 75:23, 85:25, 89:27, 93:29.

Haukar: Jana Falsdóttir 13, Eva Margrét Kristjánsdóttir 12/5 fráköst/3 varin skot, Helena Sverrisdóttir 12/10 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 12/5 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 11/4 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 10, Bríet Sif Hinriksdóttir 9, Haiden Denise Palmer 8/8 stoðsendingar/10 stolnir, Rósa Björk Pétursdóttir 4/10 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 23 í sókn.

Skallagrímur: Mammusu Secka 6/4 fráköst, Maja Michalska 6, Embla Kristínardóttir 6, Inga Rósa Jónsdóttir 4, Nikola Nedoro

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka