Valur og Tindastóll örugg áfram

Kristófer Acox var stigahæstur Valsara í kvöld.
Kristófer Acox var stigahæstur Valsara í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur og Tindastóll eru komin áfram í 16-liða úrslit í VÍS-bikar karla í körfuknattleik eftir sigra í leikjum sínum í kvöld. Valsarar unnu 95:69-sigur gegn Ármanni í Kennaraháskólanum og Tindastóll vann 112:61-stórsigur gegn Skallagrími í Borgarnesi.

Valsarar lentu ekki í vandræðum með lið Ármanns sem spilar í 2. deildinni. Staðan var 34:19 eftir fyrsta leikhluta og 60:32 í hálfleik, Völsurum í vil. Kristófer Acox, Pablo Cesar Bertone og Callum Lawson skoruðu allir 16 stig fyrir Val en Gunnar Ingi Harðarson var stigahæstur Ármanns með 15 stig. Valsarar eru þar með komnir áfram í 16-liða úrslit og mæta næst Breiðabliki.

Tindastóll mun aftur á móti mæta Stjörnunni í næstu umferð eftir sigurinn gegn fyrstudeildarliði Skallagríms í kvöld. Taiwo Hassan Badmus var stigahæstur gestanna með 22 stig en Javon Anthony Bess var næstur með 18 stig. Hjá Skallagrími var Arnar Smári Bjarnason með 15 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka