Úrvalsdeildarfélögin KR, ÍR, Þór Akureyri og Vestri eru öll búin að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfuknattleik ásamt 1. deildarliði Selfoss eftir að hafa borið sigur úr býtum í viðureignum sínum í 32-liða úrslitunum í kvöld.
KR vann 121:46 stórsigur á 2. deildarliði Snæfells í Stykkishólmi og ÍR vann þægilegan 103:68 sigur gegn 1. deildarliði Sindra í Ice Lagoon-höllinni á Höfn í Hornafirði.
Vestri lenti í talsverðum vandræðum með 1. deildarlið Hamars í Hveragerði en vann þó að lokum góðan 17 stiga sigur, 103:86.
Þór Akureyri vann þá nauman sigur gegn 1. deildarliði Fjölnis í Dalhúsum í Grafarvogi í hörkuleik. Unnu Akureyringar að lokum 98:87
Þá mættust 1. deildarlið Selfoss og ÍA í Vallaskóla á Selfossi þar sem heimamenn unnu góðan 15 stiga sigur, 82:67.