Fimm leikir í bikarnum í kvöld

ÍR-ingar verða á Höfn í Hornafirði í kvöld.
ÍR-ingar verða á Höfn í Hornafirði í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Bikarkeppni karla í körfuknattleik heldur áfram í kvöld en þá fara fram fimm leikir.

Hamar og Vestri mætast í Hveragerði, Selfoss og ÍA á Selfossi og ÍR-ingar fara á Hornafjörð og heimsækja Sindra. Þessir leikir eru á dagskrá klukkan 19:15.

Klukkan 19:30 eigast Snæfell og KR við í Stykkishólmi og Fjölnir tekur á móti Þór frá Akureyri klukkan 19:45 í Grafarvogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka