Sara Rún Hinriksdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, lét mjög að sér kveða með liði sínu Phoenix Constanta í úrvalsdeildinni í Rúmeníu um helgina.
Sara Rún skoraði 17 stig, tók 10 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar á liðsfélagana og var besti leikmaður liðsins í leiknum.
Það dugði þó ekki til sigurs því Phoenix Constanta tapaði fyrir Sepsi Sic Sfantu Gheorghe 79:61.