Martin Hermannsson átti góðan leik fyrir Valencia þegar liðið vann tíu stiga heimasigur gegn Promitheas í Evrópubikarnum í körfuknattleik í Valencia í kvöld.
Leiknum lauk með 92:82-sigri Valencia en Martin skoraði 13 stig, tók eitt frákast og gaf þrjár stoðsendingar á þeim tæplega 26 mínútum sem hann lék.
Valencia leiddi með fjórum stigum í hálfleik, 47:43, en spænska liðið var með yfirhöndina allan leikinn og lét forystuna aldrei af hendi.
Þetta var fyrsti leikur Valenca í B-riðli Evrópubikarnum á tímabilinu.