Settur í bann af eigin félagi

Ben Simmons hefur verið til vandræða hjá Philadelphia 76ers að …
Ben Simmons hefur verið til vandræða hjá Philadelphia 76ers að undanförnu. AFP

Ástralski körfuknattleiksmaðurinn Ben Simmons hefur verið settur í eins leiks keppnisbann af félagi sínu, Philadelphia 76ers, og mun því ekki taka þátt í opnunarleiks liðsins í NBA-deildinni gegn New Orleans Pelicans á morgun.

„Ben Simmons hefur verið bannaður í einn leik fyrir hegðun sem félagið telur skaðlegt liðinu. Því missir hann af fyrsta leik liðsins í New Orleans annað kvöld,“ sagði í yfirlýsingu frá Philadelphia-liðinu.

Simmons var rekinn af æfingu af þjálfara Philadelphia, Doc Rivers fyrir að taka ekki nægilegan þátt í henni. Adrian Wojnarowski, íþróttablaðamaður hjá ESPN, greinir frá því að Simmons hafi hegðað sér svona á æfingum frá því að undirbúningstímabilið hófst.

Simmons er sagður hafa neitað því að taka þátt í einum hluta æfingarinnar í dag og því rak Rivers hann af æfingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka