Dettum stundum í bullið

Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur var að vonum gríðarlega súr með naumt tap nýliða Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik gegn Íslandsmeisturum Vals í kvöld.

Rúnar sagði sitt lið týndar sóknarlega á löngum köflum leiksins og það gengi alls ekki gegn sterku liði eins og Val.

Rúnar kallaði eftir því að leikmenn sem koma af bekknum komi tilbúnari til leiks því liðið spila grimman varnarleik sem krefst orku og þar af leiðandi mínútur frá fleiri en 5 leikmönnum. 

Rúnar sagði varnarleikinn heilt yfir hafa verið góðan og tekur það frá þessum leik sem jákvæðan punkt. 

Njarðvíkingar töpuðu naumlega fyrir Íslandsmeisturum Vals.
Njarðvíkingar töpuðu naumlega fyrir Íslandsmeisturum Vals. mbl.is/Unnur Karen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert