Fyrsta tap Njarðvíkinga

Alyah Collier sækir að Valskonum í Njarðvík í kvöld.
Alyah Collier sækir að Valskonum í Njarðvík í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sig

Toppslagur Subwaydeildar kvenna í körfuknattleik fór fram í kvöld þegar ósigruð lið Njarðvíkur og Vals mættust í Ljónagryfju þeirra Njarðvíkinga.

Um hörku leik var að ræða sem að réðst á loka sekúndum leiksins og voru það meistararnir sem sigruðu að lokum 63:60.

Það var búist við spennandi leik en Njarðvíkurliði hinsvegar virtust ætla að ganga frá kvöldinu strax á upphafs mínútum þegar tölur eins og 17:3 og 23:8 sáust. Það tók á Val sú gríðarlega öfluga varnarvinna sem að Njarðvík skörtuðu í upphafi leiks. Hinsvegar tók það þær aðeins næstu 10 mínútur að komast aftur inn í leikinn og aðeins 2 stig skildu liðinn í hálfleik.

Seinni hálfleikur var leikur áhlaupa beggja liða þar sem þau skiptust á forystunni og sem fyrr segir kom það niður á síðustu sekúndurnar þar sem að reynsla Vals vó ansi þungt og skilaði að lokum sigrinum.

Meistaraseigla Vals

Njarðvík setja þennan ósigur í reynslu bankann fræga og getað tekið það úr þessum leik að þær eiga í fullu tré við öll lið landsins, hinsvegar skorti ákveðnum leikmönnum sjálfstraust til að takast á við þau átök sem fylgja efstu deild. Njarðvík þurftu einfaldlega meiri framlag frá leikmönnum sem komu af bekknum, þó ekki nema bara að slást í vörninni.

Valskonur auðvitað hafa séð þetta allt áður og þrátt fyrir risa tap í síðasta leik gegn Keflavík þá rifu þær sig upp og sýndu fína frammistöðu þetta kvöldið og þá helst til varnarlega. Talandi um Keflavík, þá var það einmitt Keflvíkingurinn í liði Vals, Eydís Eva Þórisdóttir sem kveikti í Valsliðinu þegar mest á þurfti. Eydís setti 8 af 11 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar mest lá við og lagði í raun ákveðin grunn að þessum sigri. Valskonur sitja því á toppi deildarinnar ósigraðar.

Valur er með 8 stig en Njarðvík er með 6 stig eftir fjóra leiki.

Njarðvík - Valur 60:63

Ljónagryfjan, Subway deild kvenna, 20. október 2021.

Gangur leiksins:: 7:0, 14:2, 22:6, 23:8, 25:17, 28:22, 32:24, 34:33, 38:36, 44:39, 49:41, 54:48, 54:55, 54:56, 60:58, 60:63.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 24/11 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Lavína Joao Gomes De Silva 13/12 fráköst, Diane Diéné Oumou 9, Kamilla Sól Viktorsdóttir 8, Helena Rafnsdóttir 4/4 fráköst, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2.

Fráköst: 20 í vörn, 10 í sókn.

Valur: Ameryst Alston 23/14 fráköst/6 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 16/4 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 11, Ásta Júlía Grímsdóttir 7/11 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 4/4 fráköst, Sara Líf Boama 2.

Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Jakob Árni Ísleifsson, Stefán Kristinsson.

Áhorfendur: 50



Njarðvík 60:63 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka