Breiðablik var í miklu stuði í Borgarnesi í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld og vann Skallagrím með þrjátíu stiga mun.
Breiðablik sigraði 79:49 og var yfir 46:29 að loknum fyrri hálfleik. Í öðrum leikhluta náði Breiðablik afgerandi frumkvæði í leiknum og fylgdi því eftir með að vinna þriðja leikhluta 24:6.
Var þetta fyrsti sigur Breiðabliks í deildinni á tímabilinu en Skallagrímur er án stiga í botnsætinu.
Chelsey Shumpert var stigahæst hjá Breiðabliki með 28 stig en Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 12 stig og tók 8 fráköst.
Maja Michalska fyrirliði Skallagríms var stigahæst með 15 stig og tók 14 fráköst.