Tvíframlengt hjá New York og Boston

Julius Randle og Evan Fournier í leiknum í nótt en …
Julius Randle og Evan Fournier í leiknum í nótt en þeir fóru báðir yfir 30 stigin. AFP

Gömlu risarnir á Austurströndinni, New York Knicks og Boston Celtics, hófu keppnistímabilið í NBA-deildinni í körfuknattleik á rosalegum leik í nótt í Madison Square Garden. 

Tvívegis þurfti að framlengja til að fá fram úrslit en New York Knicks hafði betur 138:134. Jaylen Brown fór hamförum hjá Boston og skoraði 46 stig en það dugði ekki til sigurs. Julius Randle skoraði 35 stig fyrir New York og Frakkinn Evan Fournier var með 32 stig. 

Nikola Jokic átti frábært tímabil síðasta vetur.
Nikola Jokic átti frábært tímabil síðasta vetur. AFP

Phoenix Suns sem lék til úrslita um titilinn í sumar hóf nýtt tímabil á tapi á heimavelli gegn Denver Nuggets 98:110. Nikola Jokic var öflugur eins og fyrri daginn hjá Denver með 27 stig og 13 fráköst. Mikal Bridges skoraði 16 stig fyrir Phoenix. 

Úrslit: 

Charlotte - Indiana 123:122
Detroit - Chicago 88:94
New York - Boston 138:134
Toronto - Washington 83:98
Memphis - Cleveland 132:121
Minnesota - Houston 124:106
New Orleans - Philadelphia 97:117
San Antonio - Orlando 123:97
Utah - Oklahoma 107:86
Phoenix - Denver 98:110
Portland - Sacramento 121:124

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka