45 stig hjá Curry gegn Clippers

Stephen Curry hafði ástæðu til að fagna í nótt.
Stephen Curry hafði ástæðu til að fagna í nótt. AFP

Stephen Curry byrjar nýtt keppnistímabil í NBA með miklum látum en hann skoraði 45 stig þegar Golden State Warriors vann LA Clippers í nótt. 

Golden State vann 115:113 og setti Curry niður átta þrista en hann tók einnig tíu fráköst. Góð byrjun á tímabilinu fyrir Golden State og liðið gæti orðið áhugavert þegar það endurheimtir Klay Thompson sem hefur lengi verið frá.  Clippers er án Kawhi Leonard sem er á sjúkralistanum en Paul George skilaði 29 stigum. 

Meistararnir í Milwaukee Bucks fengu slæman skell á Flórída en Miami Heat vann stórsigur 137:95. Marga leikmenn vantar í meistaraliðið vegna meiðsla og því á eftir að koma betri mynd á liðið. Tyler Herro skoraði 27 stig fyrir Miami. 

Nokkrar væntingar eru gerðar til Atlanta Hawks í vetur og það virðist ekki vera að ástæðulausu því liðið vann Dallas Mavericks 113:87 í Georgíu í nótt. 

Úrslit: 

Golden State - LA Clippers 115:113

Atlanta - Dallas: 113:87

Miami - Milwaukee 137:95

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert