Elvar drjúgur í stórsigri

Elvar Már Friðriksson hefur farið vel af stað með Antwerp …
Elvar Már Friðriksson hefur farið vel af stað með Antwerp Giants. mbl.is/Árni Sæberg

Elvar Már Friðriksson lét vel að sér kveða þegar lið hans Antwerp Giants vann afar öruggan 100:75 sigur gegn Liege í belgísku úrvalsdeildinni í körfuknattleik karla í kvöld.

Elvar skoraði 10 stig, tók fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar á rúmum 24 mínútum.

Antwerp hefur líkt og Elvar hafið tímabilið af krafti og er í þriðja sæti belgísku deildarinnar með fjóra sigra úr fyrstu sex leikjum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert