Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er á meðal atkvæðamestu leikmanna spænska stórliðsins Valencia.
Martin hefur skorað rúm 11 stig að meðaltali í fyrstu sex leikjunum í spænsku ACB-deildinni en tveir hafa skorað meira fyrir Valencia.
Þá hefur Martin gefið 3,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Valencia fer hins vegar ekkert sérstaklega vel af stað í deildinni miðað við þær væntingar sem til liðsins eru gerðar. Hefur liðið unnið þrjá leiki og tapað þremur eins og fleiri lið sem eru í 6. - 12. sæti.