Martin Hermannsson átti frábæran leik þegar lið hans, Valencia, sigraði MoraBanc Andorra 76:75 í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld.
Martin var stigahæstur sinna manna en hann var með 20 stig ásamt því að eiga sex stoðsendingar og taka þrjú fráköst.
Martin reyndist líka heldur betur dýrmætur í lok leiks en hann setti niður þrjú vítaskot þegar minna en mínúta var eftir og allt í járnum.
Með sigrinum fer Valencia upp í sjötta sæti deildarinnar með fjóra sigra eftir sjö umferðir.