Borche Ilievski hefur sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs ÍR í körfuknattleik. Þetta staðfesti hann í samtali við mbl.is í morgun.
ÍR hefur byrjað tímabilið illa í úrvalsdeild karla, Subway-deildinni, og hafa ÍR-ingar tapað fyrstu þremur deildarleikjum sínum.
Borche tók við liði ÍR árið 2015 en hann kom liðinu í úrslit Íslandsmótsins tímabilið 2018-19 þar sem liðið tapaði í oddaleik fyrir KR.
Óvíst er hver mun taka við liðinu af Borche sem hefur einnig þjálfað KFÍ, Tindastól, Bolungarvík og Breiðablik hér á landi.