Tryggvi Snær Hlinason var með níu stig þegar lið hans, Zaragoza sigraði Breogan 79:75 í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í dag.
Ásamt því að skora níu stig tók Tryggvi einnig fimm fráköst en hann spilaði rúmlega 20 mínútur.
Zaragoza eru í 13. sæti deildarinnar eftir sjö leiki með þrjá sigra.