Keflavík fyrst til að vinna Val

Daniela Wallen Morillo fór fyrir Keflvíkingum í dag.
Daniela Wallen Morillo fór fyrir Keflvíkingum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Keflavík varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Val í Subway-deild kvenna í körfuknattleik þegar liðin mættust í Origo-höllinni. 

Leiknum lauk með 84:64 sigri gestanna en þær náðu afgerandi forystu strax í fyrsta leikhluta sem þær létu aldrei af hendi. Staðan í hálfleik var svo 46:24, Keflvíkingum í vil, en þessi fyrri hálfleikur lagði grunninn af sigrinum sem var aldrei í hættu í þeim síðari.

Daniela Wallen Morillo var stigahæst í liði gestanna en hún skoraði 23 stig ásamt því að taka 11 fráköst, Tunde Kilin og Agnes María Svansdóttir skoruðu 15 stig hvor og Anna Ingunn Svansdóttir 12.

Hjá heimakonum var Ameryst Alston stigahæst með 23 stig. Dagbjört Dögg Karlsdóttir var næst stigahæst með 16.

Þessi úrslit þýða það að Valur, Keflavík og Njarðvík eru öll með átta stig eftir fimm leiki. Haukar hafa einnig bara tapað einum leik en hafa einugis leikið fjóra leiki og eru því með sex stig.

Gangur leiksins:: 2:4, 2:14, 7:18, 11:25, 22:30, 26:36, 27:39, 34:46, 40:46, 42:48, 44:55, 47:59, 48:65, 50:67, 53:77, 64:84.

Valur: Ameryst Alston 23/7 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 16, Ásta Júlía Grímsdóttir 8/11 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Anita Rún Árnadóttir 3, Eydís Eva Þórisdóttir 3/6 fráköst, Sara Líf Boama 3/8 fráköst, Elísabet Thelma Róbertsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 12 í sókn.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 23/11 fráköst, Tunde Kilin 15, Agnes María Svansdóttir 15/4 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 12, Eygló Kristín Óskarsdóttir 6/8 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 5, Anna Lára Vignisdóttir 2, Hjördís Lilja Traustadóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 62

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert