Stórsigur Hauka suður með sjó

Lovísa Björt Henningsdóttir skoraði 29 stig fyrir Hauka í Grindavík.
Lovísa Björt Henningsdóttir skoraði 29 stig fyrir Hauka í Grindavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Haukakonur voru ekki í neinum vandræðum þegar þær sóttu Grindvíkinga heim í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni.

Haukar unnu stórsigur, 84:50, en voru samt undir, 16:10, eftir fyrsta leikhluta. Því sneru Haukakonur heldur betur við í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 36:22. Eftirleikurinn var auðveldur í seinni hálfleiknum.

Lovísa Björt Henningsdóttir skoraði 29 stig fyrir Hauka, Sólrún Inga Gísladóttir 21 og Rósa Björk Pétursdóttir 12. Þá átti Haiden Palmer 11 stoðsendingar en skoraði aðeins 6 stig.

Robbi Ryan skoraði 16 stig fyrir Grindvíkinga og tók 10 fráköst og Edyta Ewa Falenzcyk skoraði 15 stig og  tók 9 fráköst.

Haukar eru með 6 stig eftir fjóra leiki í fjórða sæti deildarinnar en Grindavík er með tvö stig eftir fimm leiki í sjötta sætinu.

Gangur leiksins:: 4:0, 6:4, 9:6, 16:10, 16:21, 20:30, 22:36, 22:36, 24:45, 26:57, 31:64, 37:66, 43:71, 47:76, 47:78, 50:84.

Grindavík: Robbi Ryan 16/10 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 15/9 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 7, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 6/4 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 3/4 fráköst, Arna Sif Elíasdóttir 2, Hulda Björk Ólafsdóttir 1.

Fráköst: 19 í vörn, 12 í sókn.

Haukar: Lovísa Björt Henningsdóttir 29/5 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 21, Rósa Björk Pétursdóttir 12, Haiden Denise Palmer 6/9 fráköst/11 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 4/4 fráköst, Helena Sverrisdóttir 2, Jana Falsdóttir 2/4 fráköst, Dagbjört Gyða Hálfdanardóttir 2, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Sigurður Jónsson, Bjarni Rúnar Lárusson.

Áhorfendur: 114

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert