„Tókum réttar ákvarðanir“

Ólafur Ólafsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, var afar drjúgur fyrir Grindavík í kvöld og skoraði 25 stig í 87:82 sigri á Njarðvík í Subway-deildinni.

Ólafur sagði í samtali við mbl.is í Grindavík í kvöld að Grindvíkíngar hafi tekið réttar ákvarðanir þegar mikið lá við í síðasta leikhlutanum í kvöld. Þá hafi verið meiri ró yfir mönnum í sókninni.

Hann segist vera ánægður með síðust tvo leiki liðsins og vonandi haldi liðið áfram á svipuðum nótum.

Viðtalið við Ólaf í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Ólafur Ólafsson
Ólafur Ólafsson mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert