Tékkarnir fögnuðu sigri á Ásvöllum

Rósa Björk Pétursdóttir sækir að körfu Brno í kvöld en …
Rósa Björk Pétursdóttir sækir að körfu Brno í kvöld en hún skoraði 6 stig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Brno frá Tékklandi lagði Hauka að velli 80:61 í L-riðli Evrópubikars kvenna í körfuknattleik á Ásvöllum í kvöld. 

Haukar léku án Helenu Sverrisdóttur sem glímir við hnémeiðsli og munar um minna enda sú íslenska körfuboltakona sem lengst hefur náð í íþróttinni. 

Tékkneska liðið náði miklu forskoti í fyrri hálfleik og var yfir 45:19 að honum loknum. 

Haiden Palmer fór fyrir Haukaliðinu í kvöld og kemur hér …
Haiden Palmer fór fyrir Haukaliðinu í kvöld og kemur hér fram völlinn með boltann. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útlitið var því ekki gott fyrir Haukaliðið sem er með marga unga leikmenn innanborðs. Það er hins vegar töggur í Haukaliðinu og svo fór að Haukar höfðu betur í síðari hálfleik 42:35. Liðinu tókst þar með að laga stöðuna þótt sigur atvinnumannaliðsins frá Tékklandi væri ekki í hættu. 

Haiden Palmer skoraði 12 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Briana Michelle Gray skoraði 10 stig, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 9 stig. Þær Eva Kristjánsdóttir og  Lovísa Henningsdóttir gerðu 7 stig hvor um sig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert