Oklahoma City Thunder vann átta stiga heimasigur gegn Los Angeles Lakers þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Leiknum lauk með 123:115-sigri Oklahoma en Lakers var með 26 stiga forskot þegar mest lá við.
Anthony Davis var stigahæstur í liði Lakers með 30 stig og átta fráköst. Þá skilaði Russell Westbrook frábærum tölum, 20 stigum, fjórtán fráköstum og þrettán stoðsendingum. Lakers er í níunda sæti vesturdeildarinnar með tvo sigra og þrjú töp eftir fyrstu fimm leiki sína.
Þá tapaði Brooklyn Nets einnig sínum þriðja leik á tímabilinu þegar liðið fékk Miami Heat í heimsókn. Kevin Durant var stigahæstur í liði Brooklyn með 25 stig en leiknum lauk með 106:93-sigri Miami. Brooklyn er í tólfta sæti austurdeildarinnar með tvo sigra og þrjú töp.
Úrslit næturinnar í NBA:
Milwaukee Bucks 108:113 Minnesota Timberwolves
Oklahoma City Thunder 123:115 Los Angeles Lakers
Phoenix Suns 107:110 Sacramento Kings
Portland Trail Blazers 116:96 Memphis Grizzlies
Los Angeles Clippers 79:92 Cleveland Cavaliers
Boston Celtics 107:116 Washington Wizards
Brooklyn Nets 93:106 Miami Heat
New Orleans Pelicans 99:102 Atlanta Hawks
Toronto Raptors 118:100 Indiana Pacers
Orlando Magic 111:120 Charlotte Hornets