„Við söknum Kyrie“

Kyrie Irving og Kevin Durant í leik með Brooklyn Nets …
Kyrie Irving og Kevin Durant í leik með Brooklyn Nets á síðasta tímabili. AFP

Kevin Durant, ein af stjörnum Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfuknattleik, segir að Kyrie Irving sé vitanlega saknað.

Irving, önnur af stjörnum liðsins, tekur engan þátt í æfingum né leikjum á meðan hann er óbólusettur við kórónuveirunni.

Brooklyn tapaði þriðja leik sínum af fyrstu fimm í NBA-deildinni á tímabilinu í nótt þegar liðið laut í lægra haldi gegn Miami Heat, 96:103.

„Já við söknum Kyrie, það gerum við. Hann er hluti af liðinu okkar en að mestu höfum við verið að ná að taka frábær skot, við höfum verið að komast inn í teiginn.

Þetta snýst bara um að koma þeim niður í körfuna. Ég held að það muni koma,“ sagði Durant á blaðamannafundi eftir leikinn í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert