Þóra Kristín Jónsdóttir átti góðan leik fyrir Falcon þegar liðið tók á móti Wolfpack Herlev í dönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld.
Leiknum lauk með þrettán stiga sigri Falcon, 75:62, en Þóra Kristín skoraði ellefu stig í leiknum, ásamt því að taka fjögur fráköst og gefa fimm stoðsendingar á þrjátíu mínútum.
Falcon er með fullt hús stiga eða 8 stig eftir fyrstu fjórar umferðir deildarinnar og hefur tveggja stiga forskot á Amager sem er í öðru sætinu. Fimm leik leika í efstu deild.