Phoenix Constanta, lið Söru Rúnar Hinriksdóttir, náði í tvö stig á útivelli í rúmensku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag.
Constanta heimsótti Olimpia Brasov og hafði betur 78:60.
Sara er á sínu fyrsta tímabili í Rúmeníu en hún skoraði 5 stig í leiknum, tók 6 fráköst og gaf tvær stoðsendingar á liðsfélagana.