Tekur við Skallagrími

Nebojsa Knezevic lék með Vestra áður en hann gekk til …
Nebojsa Knezevic lék með Vestra áður en hann gekk til liðs við Skallagrím. mbl.is/Árni Sæberg

Nebojsa Knezevic hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Skallagríms í körfuknattleik. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum í kvöld.

Knezevic þekkir vel til í Borgarnesi en hann var aðstoðarþjálfari Goran Miljevic sem lét af störfum á miðvikudaginn.

Þá er hann leikmaður karlaliðs Skallagríms í 1. deild karla en hann hefur skorað 13 stig og tekið fimm fráköst að meðatali í deildinni í vetur.

Kvennalið Skallagríms hefur ekki byrjað tímabilið vel en liðið er án stiga í neðsta sæti deildarinnar eftir fyrstu sex umferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert